13.09.1913
Neðri deild: 59. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2513 í C-deild Alþingistíðinda. (2671)

127. mál, skipun nefndar í slysfaramálum

Maltthías Ólafsson:

Eg hafði búist við að háttv. skrifari og framsögumaður nefndarinnar, sem var sett til að íhuga frumvarpið um mannskaðaskýrslur og rannsókn á fundnum líkum, mundi taka til máls. En eg sé, að það ætlar ekki að verða. Eg get ekki fallist á, að þessi nefnd verði skipuð. Það er reyndar vitanlegt, að gott væri að hafa góðar skýrslur um þetta mál, en mér er óskiljanlegt. hvers vegna lands stjórnin getur ekki eins haft tök á að Safna þeim eins og nefnd, sem skipuð yrði í málið. Kostnaðurinn við þessa nefndarskipun yrði líka töluverður; því leyfi eg mér að bera fram svo hljóðandi rökstudda dagskrá:

Í því trausti, að landstjórnin afli sér þeirra skýrslna og gagna í þessu máli, sem ætlast er til að milliþinga. nefnd safni, og leggi þau í samráði við Fiskifélag Íslands fyrir næsta reglulegt Alþingi, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.