13.09.1913
Neðri deild: 59. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2525 í C-deild Alþingistíðinda. (2684)

127. mál, skipun nefndar í slysfaramálum

Bjarni Jónsson:

Hv. þm. V.-Ísf. (M. Ól.) gat alla ekki sannfært mig um það, sem hann Vildi, að rannsóknardómari ætti jafnhægt með að komast að réttri niðurstöðu um orsakir til slysfara eins og milliþinganefnd. Hvaða dæmi sem hann hugsaði sér, gæti eg þó alt af komist að réttari niðuratöðu, ef eg sæti í nefndinni, heldur en rannsóknardómarinn. (Matthías Ólafsson: Þetta er nú grobb). Nei, það er alls ekkert grobb. Menn geta oft haft ástæðu til að fela ýmislegt fyrir dómaranum, en hafa aftur á móti enga ástæðu til að fela neitt fyrir mér. Milliþinganefndin mundi vinna úr þeim skýrslum, sem þegar eru fengnar,og safna nýjum skýrslum viðvíkjandi þessum hlutum. Mönnum ber ergin skylda til að svara einstökum mönnum eða einstökum félögum, svo sem fiskveiðafélaginu, þó að það tæki sér þessar rannsóknir fyrir hendur. Menn mundu verða miklu ófúsari á að gefa því upplýsingar, heldur en milliþinganefnd, ef málinu væri sýndur sá sómi, að hún væri skipuð. Ef þessi tillaga verður samþykt, þá kemst hreyfing á þetta mikilsverða mál, sem hefir legið hirðulaust niðri og enginn gefið sig við því þar til nú, að einstakur maður tók það upp hjá sjálfum sér að hefja rannsóknirnar. Sá maður á miklar þakkir skilið.

Það var rétt hjá háttv. þm. Snæf. (H. St.), að mannslífið verður aldrei metið til peninga. Eg veit enga þá stofnun, er skili aftur mannslífum, og þess vegna má með sanni Segja, að þau séu óbætanleg. Það er ekki gott að segja, hvað mikið er mist með mannalífinu, því að um þann mann gæti verið að ræða, að jafnoki hans sé ekki til. Það er hastarlegt, að þetta þing, sem telur sér skylt að skipa bændum að þvo rollunum sínum til þrifnaðar, skuli setja sig upp á móti því, að nefnd verði skipuð til þess að rannsaka orsakir til alysfara og koma fram með tillögur um, hvað gera megi til þess að að draga úr þeim, þar sem allir eru ófróðir um þá hluti. Þakklætið, sem þjóðin lætur í té þeim mönnum, er móti þessu leggjast, verður nokkurs konar þrifabað, þó að það sé ekki lögskipað.