23.07.1913
Neðri deild: 17. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 346 í C-deild Alþingistíðinda. (290)

76. mál, landssjóðsábyrgð á sparifé og innlánsfé Landsbankans

Framsögum. (Björn Kristjánsson):

Nefnd, sú sem skipuð var til að athuga, hvað gera megi til að efla hag Landabankana, hefir einnig leyft sér að koma fram með þetta frv. Það hefir ekki eins mikil útgjöld í för með sér fyrir landssjóð og frumvarpið, sem á dagskrá var næst á undan (frv. um 100 þús. kr. árstillag landssjóðs til Landsbankans). Frv. þetta fer fram á það, að Landsbankanum sé heimilað að hafa það fé í veltunni, sem honum er nú skylt að hafa í verðbréfum í varasjóði til tryggingar sparisjóðnum. Þetta veð fyrir Sparisjóðnum nemur nú meira en 1/2 milíón kr, og geta allir séð, hve mikið tjón það er fyrir Landsbakann að fá ekki að nota það í veltunni, til almennra viðskifta.

Í öðru lagi fer frumvarpið fram á, það, að landssjóður taki að sér ábyrgð á sparisjóðsfé og innlánsfé Landsbankans og útbúa hans. Þótt landssjóður í orði kveðnu taki að sér þessa ábyrgð, þá er það eingöngu nafnið eitt og landssjóði hættulaust, en Landbankanum er það góður styrkur til aukningar veltufénu.

Eg geri ekki ráð fyrir, að menn rísi upp til þess að andmæla þessu frumv., og og orðlengi því ekki meira um það.