23.07.1913
Neðri deild: 17. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 348 í C-deild Alþingistíðinda. (292)

76. mál, landssjóðsábyrgð á sparifé og innlánsfé Landsbankans

Framsögum. (Björn Kristjánsson):

Háttv. umboðsm, ráðh. (Kl. J.) telur frumvarp þetta varhugavert. Það þykir mér óviðfeldið. Eins og eg tók fram áðan, er landssjóðnum meinfangalaust að ganga í ábyrgðina, en Landsbankanum er það mikilsvert. Ef landssjóður tekur á sig ábyrgðina, þá þarf aldrei að óttast sparisjóðsuppþot, og hefir það mikla þýðing fyrir bankann, því að eg get ekki undirskrifað þá kenning háttv. umboðsm. ráðh., að landsmenn beri ekki traust til landasjóðsins; eg veit, að þeir bera traust til sparisjóðsins, en það mundu þeir gera enn meir, ef landssjóður stæði að baki sparisjóðsins. Þessa viðbáru er því ekki hægt að meta að neinu. Eftir allar sínar hörmungar í 27 ár hefir bankinn eignast í Varasjóð sinn nálega 3/4 mill. kr., eða jafnmikið fé næstum sem bankinn hafði upphaflega að veltufé. Það sýnir, að bankanum er ekki hætta búin, og að mönnum er óhætt að treysta honum, eins og menn líka gera.

Hitt þótti mér einkennilegt að heyra, hve góðgjörn landstjórnin er, þar sem hún vill, að bankinn haft varasjóð í veltunni. En raunar er það ekki svo mikil velvild til bankans, þótt það væri leyft; það væri miklu fremur til að veikja bankann en styrkja, nema því að eins að í staðinn kæmi trygging, sem alment væri gild, en það er landssjóðsábyrgðin