25.07.1913
Neðri deild: 19. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 373 í C-deild Alþingistíðinda. (315)

15. mál, laun íslenskra embættismanna

Magnús Kristjánsson:

Það mun hafa þótt fyrirsjáanlegt þegar Við 1. umr., hver afdrif þessa frv. yrðu, eftir þeim vígahug, sem þá virtist í mönnum. Það hefir líka komið fram meðan nefndin hafði málið til meðferðar og eins í ræðu háttv. framsögum. meiri hlutans (S. S.), að ekki hefði hefir verið skipt um skoðun í þessu máli, heldur beri að skera það sem skjótast niður.

Eg get ekki verið því samþykktur og finst mér það öfgakent.

Það sem fyrir mér vakir, er, hve mikill munur er á hæstu og lægstu launum embættiamanna þjóðarinnar. Mér finst því eiga að bæta úr kjörum þeirra sem um langan aldur hafa átt við lág laun að búa. Þar á eg við kennarana.

Ástæður meiri hluta nefndarinnar eru aðallega, að þótt hún að vísu viðurkenni, að það þurfi að breyta launakjörum kennaranna, beri ekki að gera það nema að launalöggjöfin sé öll í heild sinni gagngert endurskoðuð. Þetta hefir að vísu við allmikil rök að styðjast, en eg held að því verði ekki komið við. í allra nánustu framtíð.

Það er ýmislegt, sem taka þarf til athugunar áður en slík gerbreyting á launalögunum getur farið fram, t. d. afnám eftirlauna o.fl., sömuleiðis þyrfti stjórnarskrárbreyting að vera á undan gengin:

Eg held, að það sé að ætla stjórninni of mikið verk, að láta hana semja frv. um gagngerða breytingu á launalögum milli þinga, enda mundi það koma fram sem oftar, hver sem stjórnin yrði, að það yrði höfð sama aðferð og á sér stað nú á þinginu, menn mundu ekki aðhyllast tillögur stjórnarinnar.

Ef ætti að taka málið fyrir á þennan hátt, yrði því óhjákvæmilegt að skipa milliþingauefnd, en málið hlyti þá að taka alllangan tíma, því að ekki er nóg með að nefndin þarf langan tíma til að starfa, heldur þyrfti að birta álit hennar, svo að þjóðinni gæfist kostur á að segja álit sitt um það.

Eg verð að halda því fram að ekki sé rétt að álíta, að þjóðin vilji enga launahækkun. Eg álít, að þjóðin vilji einmitt launa embættismönnum sínum sæmilega, til þess að þeir þurfi ekki að gefa sig að aukastörfum til að auka tekjur sínar. Eg álít, að ekki sé heppilegt að embættismennirnir þura að hafa fjárhagslegar áhyggjur. Þeir þurfa að vera fjárhagslega óháðir, svo að þeir geti komið fram án manngreinarálits, hver sem í hlut á.

Þess vegna álít eg það, sem eg hefi farið fram á, alveg bráðnauðsynlegt, því allir verða að játa, að laun kennara eru óhæfilega lítil, ef ætlast er til að fengnir séu í embættin allir inir beztu menn, sem völ er á í hverri grein.

Flestir verða að játa, að hér sé um þýðingarmikil störf að ræða. Þykist eg vita, að allir foreldrar, sem senda börn ein í Mentaskólann, hafi áhyggjur út af því, hvernig ráðast muni um framtíð þeirra, og vilji, að kennarastöðurnar séu sæmilega launaðar. Enda er það stórkostlegur ábyrgðarhluti, ef miður tekst til en æskilegt væri. Á þessum síðustu árum hefir árangurinn verið mjög góður, og sá mikli munur á að svo sé, og að hann sé miður góður, ætti að gera það að verkum, að menn ekki horfðu í að hækka laun kennaranna um þessa lítilfjörlegu upphæð

Eg vona, að háttv. þingm. hafi kynt sér breytingartillögur, þær sem eg hefi komið fram með. Þær eru eigi svo margbrotnar, að það þurfi að gera nákvæma grein fyrir þeim.

1. breytingartillagan er miðlunartillaga, sem eg vona að margir háttv. þingmenn muni aðhyllast. Hinar eru ekki annað en afleiðingar af 1. breytingartillögunni, og þurfa engrar skýringar við.

Finn eg svo ekki ástæðu til að fjölyrða meir um þetta. Vona eg að það verði að minsta kosti nokkrir þingmenn í deildinni, sem finni, að breytingartillögurnar hafi mikið til síns mál.