28.07.1913
Neðri deild: 20. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 428 í C-deild Alþingistíðinda. (337)

42. mál, stofnun landhelgissjóðs Íslands

Einar Jónsson:

Eg vona að allir háttv. meðbræður mínir beri mér það vitni, að eg sé ekki gjarn á að endurtaka það, sem sagt hefir verkið. En þegar eg bað um orðið, Vakti ið sama fyrir mér sem háttv. 1. þm. N.-Múl. (Jóh. Jóh.), að því viðbættu, að mér finst hæstv. ráðherra hafa verið sýnd stök ókurteisi í þessu máli. Eg hefi aldrei séð eins mikla ókurteisi hafða í frammi — og það af sæmilega mentuðum mönnum, eins og þingmenn eiga að minsta kosti að vera, eins og þegar þeir um daginn eigi vildu hlusta á skýrslu hæstv. ráðherra og gengu af fundi. Þeir vildu ekki hlusta á skýrsluna, heldur að eins æsa þá upp, sem fáfróðir eru og ekkert vita um málið.

Rökstudda dagskráin fær því ekki mitt samþykki, þótt eg á hinn bóginn sé ekki ánægður með alt sem hæstv. ráðherra hefir hepnast að gera nú í síðustu tíð. En eg er í svo mikilli óvissu um að við fáum betri mann, þó við hrindum honum úr stóli, auk þess, sem það mundi tefja þingið að miklum mun. Eg vil því ekki samþykkja neitt, sem getur talist sama og vantraustsyfirlýsing á ráðherrann.

Það þarf enginn að ímynda sér, að við fáum mann í ráðherrasessinn, sem öll um líki. Að mínu áliti er mikið í það varið að maðurinn sé góður drengur og vilji Íslandi alt það til hags og heilla, sem í hana valdi stendur að framkvæma, og hér höfum vér þann mann. En mótspyrnu geta hans tilraunir auðvitað mætt eins og hvers annars – og því farið á annan veg en æskilegt þætti í sumum atriðum.

Að öðru leyti skal eg spara langa ræðu. Eg skil ekki, vegna hvers verið er að eyða fé til að ræða þetta mál nú í dag eftir að sá 14. þ. er liðinn — þá var þetta sama til umræðu og þessum degi því eytt til óþarfa,, eða réttara sagt vegna ókurteisi þeirra 13 manna sem engar skýringar vildu hlusta á þann dag.

Þetta er því endurtekning á sem því áður er búið líka og óþarft að leika sér svo með fé landsins.