28.07.1913
Neðri deild: 20. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 432 í C-deild Alþingistíðinda. (339)

42. mál, stofnun landhelgissjóðs Íslands

Flutningsmaður (L. H. Bjarnason):

Eg get verið fáorður og byrjað líkt og hv. þm. N.-MúI. (Jóh. Jóh.). Eg var hissa á ræðu hans, hissa á því, að hann skyldi nenna að segja svo oft “hissa„. Hinsvegar var eg ekki hissa á því, að hann heldur dauðahaldi í ráðherra, og heldur ekki á því, að það sem hann sagði, Var nálega alt endurtekning af því sem ráðherra hafði áður sagt, og vitanlega ekki betur sagt. Það er skiljanlegt, að háttv. þingm. komi illa, að samein. Alþingi varð ekki ályktunarfært, því að meiningin var, þrátt fyrir allar yfirlýsingar, að reyna að fá ályktun um málið þar, enda hefði þm. ekki ella borið sig svo illa út af því, að þingið var gert óályktunarfært, eina og hann gerði í nýlesinni ræðu sinni. Annars ætti löglærðum manni ekki að þykja það undarlegt, þó að haft sé móti því, að sakborinn maður skjóti sér undan réttu varnarþingi og þangað sem hann telur sér Vísa eða líklega sýknun.

Háttv. 1. þm. Rang. (E. J.) skal eg ekki svara öðru en því, að það situr sannarlega ekki á honum að gera sig að dómara um það, hvað fer vel og hvað fer miður.

Háttv. ráðherra er óþarfi að svara mörgu. Hann kom ekki fram með neitt nýtt annað en það, að hann hefði ekkert vitað um tilgang Bülows, og því væri það “lygi„, að hann hefði sagt nokkrum, að Bülow ætlaði að leggja fram frumv. í ríkisþinginu, er ónýtti íslenzka lotterífrumvarpið. Eg veit ekki, hvaða áhrif þetta sterka orð hefir á aðra, á mig bítur það ekki. Eg veit annars Vegar, að ráðherra er oft mjög óminnugur á orð sín og hefi hins vegar fyrir mér sögusögn þriggja manna um, að ráðherra hafi sagt þeim þetta í fyrra haust, og voru 2 menn heyrnarvottar að því í annað skiftið, en þriðji maðurinn situr hér á þingmannabekkjunum, enda er innan handar að fá lögfullu sönnun fyrir þessu í rétti, vilji ráðherra að eins endurtaka “lyga„-ásökun sína þar sem ná má til hans. Hinu í ræðu háttv. ráðherra er fullhnekt, að hann hafi “borið frumv. upp. fyrir konungi og haft rétt til að fresta uppburði þess til vors.

Það er viðurkenningarvert, að hæstv. ráðherra skuli kannast við, að hann hafi verið óheppinn um margt á síðari göngu sinni, en hitt er lakara, óhepninn hefir verið honum sjálfráð. Hann er ekki sami maður nú og áður.

Hæstv. ráðherra þóttist ekki skilja dagskrána, þótti hún loðin; en ræða hana og fylgdarmanna hans lýsti þó inu gagnstæða, enda vona eg að hún sé nógu skýr til að fá nógu marga fylgismenn hér í deildinni. Eg vona að háttv. meirihluta deildarmanna skiljist það, að ráðherra hefir gert þrent í einu, brotið stjórnarskrá, ráðherralög og þingræði, auk þess sem hann hefir spilt stórri tekjuvon landssjóði til handa.