28.07.1913
Neðri deild: 20. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 446 í C-deild Alþingistíðinda. (345)

42. mál, stofnun landhelgissjóðs Íslands

Eggert Pálsson:

Það eru aðallega lögfræðingar, sem tekið hafa til máls um þessa fyrirspurn, sem hér er fram komin. En þó gildir hér sem oftast endranær sannmælið: “Engin regla er án undantekningar„. Það er sem sé háttv. samþingismaður minn, sem ekki getur talist í flokki lögfræðinganna, sem hefir látið til sín heyra viðvíkjandi þessu máli. Og þess vegna finst mér að eg þurfi ekki að fyrirverða mig fyrir, þótt eg láti mína skoðun á því ljósi þótt ekki sé eg löglærður maður fremur en hann.

Hvað þessa fyrirspurn snertir, þá get eg ekki álitið, að það sé ófyrirsynju, að hún er fram komin. Mér finst ákvæði stjórnarskrárinnar hér að lútandi vera svo skýr, að engin tvímæli geti á því legið, að hv. ráðherra hafi ekki í þessu tilfelli fullnægt þeim. Þar stendur fullum stöfum, að ráðherra skuli bera upp lög og mikilsvarðandi stjórnaráðstafanir fyrir konungi. Og vitanlega er þar átt við uppburð mála, annað hvort til staðfestingar eða til synjunar. Annað er ekki og getur ekki talist neinn uppburður. Það vita og skilja allir, hvort sem þeir eru löglærðir eða ekki. Hins vegar get eg skilið það, að hæstv. ráðh. Væri það vorkunnarmál, þó hann bæri ekki frumvarpið strax upp fyrir konungi jafnhliða hinum öðrum frumvörpum, vegna þess, að þá var hann að leita samkomulags Við Dani um sambandsmálið og alls ekki fjarri sanni að lita svo á, að uppburður frv. um það leyti gæti orðið samkomulagstilraunum til fyrirstöðu. En þessi afsökun kemur ekki til greina nema á meðan verið var að leita samkomulags um sambandsmálið eða fram í Desembermánuð. Þegar búið var að halda Desemberfundinn margumrædda, þá vissi hv. ráðh. það mjög vel á undirtektum, þeim sem málið fékk á þeim fundi, að ekki var tiltækilegt að halda samningstilraunum lengur áfram í þetta skifti. Það var því nægur tími til stefnu eftir þau málalok fyrir hæstv. ráðherra til þess að bera lotterílögin upp fyrir konungi, án þess að sambandsmálið riði í nokkurn bága við það, þar sem það þá var sama sem fallið úr sögunni. En til þess hefði hæstv. ráðherra vitanlega þurft að sigla aftur Svo að segja um hæl. En þótt hann hefði þurft þess, þá hefði það vissulega getað talist tilvinnandi, þar sem um svo mikið var að tefla. — Eg fyrir mitt leyti get ekki annað en séð eftir þeim tekjum, sem landssjóður, að því er virðist, hefir farið á mis við, vegna þess að lögin voru ekki borin upp fyrir konungi. En þó er það ekki aðalatriðið fyrir mér, heldur hitt, hve hættulegt fordæmi þetta getur skapað í framtíðinni. Því að ef rh. á nú að haldast uppi átölulaust að fara svona með lög frá Alþingi, þá er enginn vafi á því, að sama má einnig gera seinna, þótt um enn þýðingarfyllra mál kynni að vera að ræða. Eg verð því að líta svo á, að hér sé um vanrækslu af hálfu hæstv. ráðherra að ræða, sem ekki má standa óátalin. Eg lít einnig svo á, að bæði í eg og aðrir hafi rétt til að finna að því sem aðfinsluvert er, jafnvel þótt hæstv. ráðherra eigi í hlut. Að minsta kosti bind eg mig ekki Við nein nöfn. Eins og eg hiklaust hefi fylgt og mun fylgja ráðherra Hannesi Hafstein, þegar eg tel hann gera það sem rétt er, eins hiklaust er eg á móti honum, þegar eg álít hann gera það sem rangt er. Mannaþræll hefi eg aldrei verið og mun aldrei verða, að minsta kosti ekki meðan lífskringumstæður mínar neyða mig ekki á neinn hátt til þess.