29.07.1913
Neðri deild: 21. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 500 í C-deild Alþingistíðinda. (370)

76. mál, landssjóðsábyrgð á sparifé og innlánsfé Landsbankans

Kristinn Daníelsson; Það virðast allir vera samdóma um það, að landið beri ekki ábyrgð á innstæðu Landsbaukans, lagalega, en hinu hefir enginn mælt á móti, að hann beri á henni siðferðislega ábyrgð. En eg er því ekki samþykkur, að landið beri ekki ábyrgð — og hana jafnvel lagalega — á seðlum bankans. Ef hann yrði að hætta, þá væri fyrst að borga öllum innieig. endum, nema landssjóði, sem er lánveitandi sjálfur, og þar næst yrði landið að innleysa seðlana. Það væri því alveg óhætt, meðan verið væri að gera upp þrotabúið, að borga alt út í seðlum og fyrir skuldheimtumenn bankans að taka við þeim, því að landssjóður yrði að innleysa þá. En þó að engin lagaleg ábyrgð væri til, hvorki á seðlum bankans eða innieign manna í honum, þá dregur það sízt úr nauðsyninni á þessu frumvarpi. Mér Skildist svo sem háttv. samþingísmaður minn vildi styrkja frumvarpið með því að halda fram, að ábyrgðin væri til nú þegar, svo að hér væri í rauninni ekki um verulega breyting að ræða. En nauðsynin verður einmitt enn þá meiri á því að fá ábyrgðina, ef hún er ekki til enn. Það væri mikill styrkur fyrir bankann, ef hann mætti hafa varasjóð sinn í veltu, og öðruvís verður erfitt að hjálpa honum. Hér var síðast enginn á móti því, að bankinn fengi leyfi til þessa. Mér skildist svo, sem umboðamaður hæstv. ráðh. (Kl. J.) væri því meðmæltur Viðstöðulaust, og það jafnvel án þess að tryggingarnar væru auknar.

Eg fyrir mitt leyti teldi það nú varhugavert, ef það væri ekki gert sem gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi, að landssjóðsábyrgðin komi til. Hitt þarf ekki að taka fram, sem oft hefir verið sagt, að þetta er bezta ráðið og tryggasta til þess að fyrirbyggja aðsúg að bankanum.

Eg mun því óhikað greiða atkvæði með fumvarpinu. Það verður aldrei hættulegt fyrir landssjóð.