29.07.1913
Neðri deild: 21. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 509 í C-deild Alþingistíðinda. (376)

76. mál, landssjóðsábyrgð á sparifé og innlánsfé Landsbankans

Framsögum. (Björn Kristjánsson):

Þrátt fyrir að umsetning bankans hefir aukist mjög mikið, að tekið hefir verið handa honum tveggja millj. króna lán og 3. veðdeild stofnuð, hefir samt rekstrarkoatnaðurinn Við hann minkað, ef miðað er við Íslandsbanka. Samt sem áður finst háttv. þm. S.-Þing. (P. J.) kostnaðurinn við bankann óhæfilega mikill. Eg vil benda á, að Íslands banki hefir samt eigi hálft verk á við Landsbankann. Hann hefir t. d ekki mörg þúsund sparisjóðsinnlög eins og landsbankinn, sem hefir á hendi sparisjóðsinnlög frá 10–11 þús. mönnum.

Háttv. síðasti ræðumaður getur sannfærst um, ef hann vill lita inn í báða bankana, hvor þeirra hafi meira að gera. Í Íslandsbanka sést sjaldan maður, en í Landsbankanum er vanalegast fult af fólki. Þetta kemur til af því, að Íslandsbanki gefur sig ekki að öðrum viðakiftum en þeim sem hagnaður er að, en Landsbankinn tekur öllum viðskiftum, hvort sem hagnaður er að þeim eða ekki. Ef við hættum að lána út á fasteignir, gætum við staðið eins vel að vigi og Íslandsbanki, og neitað flestum ábyrgðarlánum og smærri víxlum almennings. Eg skil ekki sljóskygni hv. siðasta ræðumanns, að Sjá ekki, að umsetningin hefir vagið. Hvað um tvær miljónirnar? Auk þeirra er margt annað, sem við hefir bæzt, t. d. hefir innheimtufé margfaldast á þessum tveim árum — fimmfaldast.

Það er auðséð að háttv. síðasti ræðumaður hefir ekki sett sig inn í málið, hann ruglaði saman veðdeildinni og bankanum, en þar eð háttv. 1. þm. S.-Múl. (J. Ól.) hefir svarað því, skal ekki farið út í það, en hvergi annarstaðar í heiminum mun nokkrum manni hafa dottið í hug að blanda þessu tvennu saman.

Það var eitt, sem háttv. síðasti ræðumaður benti á um kostnaðinn við bankann 1909, að hann yrði hærri vegna rannsóknarnefndarinnar í bankamálinu. Viðvíkjandi því skal eg geta þess, að sáralítið af þeim kostnaði kom á reikning þá þegar. 5 þús. kr. af þeim kostnaði var demt á reikninginn síðast á árinu 1912. Sýnir þetta enn þá betur, hve öllum kostnaði við Landsbankann hefir verið haldið niðri, því þetta getur ekki talist með rekstrarkostnaðinum Við bankann.

Niðurstaðan verður því sú, að kostnaðurinn hefir ekki aukist síðan 1909, þrátt fyrir að 3. veðdeild hefir verið bætt við, innheimtan hefir aukist og 2 milíónum hafi verið bætt við veltuféð.