05.07.1913
Neðri deild: 4. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 43 í C-deild Alþingistíðinda. (41)

12. mál, tollalagabreyting

Ráðherrann (H. H.):

Um þetta frumv. þarf ekkert að segja. Það er komið fram með það til þess, að skýra eitt ákvæði í tolllögunum, sem hefir verið framkvæmt misjafnt af inum ýmsu tollheimtumönnum, og fyrirbyggja misskilning. Leyfi eg mér að skírskota til athugasemdanna, sem prentaðar eru við frv. Vonast eg til, að þetta mál þurfi ekki að valda ágreiningi. Þó væri æskilegt, að kosin væri nefnd í málið, einkum Vegna næsta máls á dagskrá. Ætti vel við að þau væru bæði í sömu nefnd.