30.07.1913
Neðri deild: 22. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 583 í C-deild Alþingistíðinda. (413)

5. mál, tekjuskattur

Framsögum. minni hl. (Kristinn Daníelsson):

Eg skal tala örstutt. Eg vil að eins geta þess, að eins og eg hafði á móti fasteignaskattinum, eins hefi eg á móti þessu frumvarpi. Að vísu er hér nokkuð öðru máli að gegna, og ef við fáum fasteignaskattinn, þá er auðvitað sjálfsagt að samþ. þetta frumvarp.

Breyt.till. nefndarinnar eru flestar til bóta, en þó er það sannarlega of langt gengið, að teygja skattinn yfir hvern einasta atvinnurekanda, hve lítið sem hann hefir. Og hækkunin frá því sem nú er, verður mest á þeim sem lítið eiga. Því að sá sem nú borgar ekki nema 5 kr., hækkar jafnmikið og hinn, sem borgar 175 kr.; báðir um 5 kr. Eg veit það, að hækkunin verður aftur meiri þegar komið er upp í stóru tekjurnar, yfir 8 þús. kr., en það eru fáir, sem þær hafa.

Eg mun greiða atkvæði með br.till. nefndarinnar, öllum nema einni, sem er undir 10. lið á þgskj. 181. Eg hefi mikið á móti því, að lækka lágmark skattskyldra tekna úr 500 kr. niður í 800 kr., og er þar með stjórnarfr.varpinu eins og það er.

Svo skal eg ekki orðlengja meira um þetta nú.