31.07.1913
Neðri deild: 23. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 606 í C-deild Alþingistíðinda. (419)

74. mál, járnbrautarlagning

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg tek til máls til þess að láta í ljós gleði mína yfir því, að þetta mál er komið fyrir þingið. Eg lit svo á, að það hefði átt að vera komið löngu fyr. Þetta mál hefir einu sinni áður legið fyrir þinginu; þá var eg ekki þingmaður og ekki hérlendis, átti heima í annari heimaálfu. En eg fylgdi þá með mikilli athygli því sem þá gerðist hér í því máli, og það varð mér hvöt til þess að veita járnbrautum eftirtekt. Einkanlega leiddist athygli mín að þeim brautum, sem stutt. ar voru og í fljótu bragði þóttu ólíklegar til að bera sig. Eg komst þá að raun um, að járnbrautir um lítt bygð lönd, þar sem verri skilyrði voru fyrir hendi en hér er um að ræða, blessuðust, og blessuðust vel.

Háttv. framsögum. (J. M.) og háttv. þm. Sfjk. (V.G.) hafa talað mikið um það, hver nytsemd væri að þessari fyrirhuguðu járnbraut fyrir Suðurlandsundirlendið og Reykjavík, og háttv. þingm. Sfjk. taldi járnbraut beint lífsskilyrði fyrir Reykjavík vegna hafnargerðarinnar. Eg held að höfnin muni bera sig, þó að engin járnbraut komi, og sé járnbrautin því ekki lífsskilyrði fyrir höfnina; en vafalaust verður járnbraut henni þörf og mjög nytsöm fyrir Suðurland; eg játa það; en eg álít, að hún sé engu síður — jafnvel miklu fremur — nytsöm fyrir landið í heild sinni. Járnbrautarmáiið er í mínum augum prófsteinn fyrir trú manna á landið. Það ríður á því, að atvinnuvegir vorir aukist og margfaldist og fólksfjöldinn aukist og margfaldist. Vér tölum svo margt um sjálfstæði landsins; en hvað gerum við til þess að lyfta landinu, auka atvinnuvegi og fjölmenni?

Háttv. framsögum. (J. M.) hélt því fram, að á Suðurlandsundirlendinu gætu lifað 100 þús. manns. Eg hefi þá trú, að þar gætu lifað 250 þús. manns, eins vel og 85 þúsund geta nú lifað á öllu Íslandi, þegar landið er komið í þá rækt, sem jörðin er móttækileg fyrir. Vitanlega verður slíkt ekki á fám árum. En það verður. Þessi spádómur mun rætast, þótt langt verði að bíða:

“Skáldið hnígur og margir í moldu með honum búa — en þessu trúið !„.

Það gagn, sem sveitirnar hafa af þessu, er, svo mikið sem það þó verður, að mínu álíti hverfandi í samanburði við hitt gagnið, sem alt landið mun til frambúðar við það hafa, að fólkinu stórfjölgar og framleiðsla landsmanna eykst.

Það hefir verið sagt, að þetta muni ef til vill verða gróðafyrirtæki og þess vegna sé nauðsynlegt að reisa skorður við því, að félagið beri alt of mikið úr býtum. Við það er eg ekki svo hræddur; því að eg skal játa, að eg býst alls ekki við, að þetta verði gróðafyrirtæki — beinlinis, eða fyrir þá sem brautina leggja og reka, þótt óbeini gróðinn fyrir landið verði gífurlegur. Eg hefi fyrir mér orð Jóns Þorlákssonar verkfræðings í því efni, þar sem eg hefi heyrt hann segja, að í öllum Noregi, þar sem landslagi háttar mjög líkt og hjá okkur og þó er margfalt fólksfleiri, sé að eins ein járnbraut, sem borgi meira en rekstrar og viðhalds kostnað — þ. e. gefi nokkurn ágóða beinlínis. Eg hefi jafnvel fyrir satt, að það sé ekki meira en 3 brautir eða 4, sem borga rekstrarkostnað þar í landi. Og þó kosta Norðmenn árlega milíónum til nýrra brauta. Af hverju ? Af því að reynslan hefir sýnt þeim, hve ómetanlegan arð brautirnar gera þjóðinni óbeinlínis.

Eg teldi gott, ef þessi braut gæti borgað, þó ekki væri næma rekstrarkostnað, hvað þá heldur ef hún bæri líka viðhaldskoatnað. Því að landssjóður getur grætt öðruvís en beina vöxtu af framlögðu fé. Hann getur óbeinlínis grætt miklu meira og stórfeldara — við það að þjóðinni fjölgar, framleiðslan eykst að miklum mun og fólkið verður efnaðra og öflugra. Þessir vextir verða mikið meiri en nokkur procent af því, sem lagt er til fyrirtækisins.

Háttv. þingm. Sfjk. (V. G.) þótti það óaðgengilegt, að sveitirnar, Sem brautin á að liggja um, eiga að bera nokkuð af kostnaðinum. (Valtýr Guðmundsson: þetta er misskilningur. Eg sagði einmitt, að mér virtist oflítið af honum lagt á sveitirnar). Þá bið eg hv. þm. afsökunar. Það er ekki nema sjálfsagt að þegar landið leggur fram fé til fyrirtækis, sem stendur til þjóðþrifa, að þær sveitir, sem fá fyrstan og mestan arðinn af því, leggi eitthvað af mörkum. Eg er sannfærður um það, að þegar þetta fyrirtæki er komið á laggirnar, þá fáum við það, sem við einmitt þörfnust mest, þ. e. innflutning fólks í landið í staðinn fyrir útflutning. Mér er kunnugt um það, að marga landa vora, sem búa vestan hafs og liður þar sæmilega vel, langar til að koma heim, ef þeir gætu lifað hér nokkurn veginn eins góðu lífi. Og eg er þess fullviss, að þeir mundu koma, ef við fengjum járnbraut, því að þá væri hægt að búa hér eins góðu búi og þar. Við heyrum oft talað um stór-auðmenn meðal landa vorra vestan hafs. En þeir menn hafa ekki grætt peninga sína á búskap, þótt margir hafi orðið stórvel efnaðir á honum, heldur inni í bæjunum. Á búskap er auðið að græða alveg eins mikið hér, ef eins vel er í hendurnar á mönnum búið. Eg á hér ekki við, að alt eigi að verða tóm rjómabú, heldur hygg eg að kjötframleiðslan eigi að verða aðalframleiðsla landbúakapar vors.

Mér dettur ekki í hug að vera að gylla mál mitt með því, að strax muni verða lögð næstu árin járnbraut til Norðurlandsins til þess að verja okkur fyrir hallærum. Eg legg nú ekki mikið upp úr þessum hallæriskrákum, sem krúnka hæst, á þingi og utan þings, af því að þær hafa aldrei lesið rétt Sögu okkar Íslendinga. Hér á landi hefir aldrei orðið mannfellir af hallærum sakir hafíss. Það væri misskilningur á orðinu hallæri, að segja það. Hallæri er það, er framleiðsla landsina verður svo lítil, að afurðirnar geta ekki fætt íbúa þess, en ekki hitt, að fleiri eða færri menn verði matarlausir og jafnvel deyi úr hungri, þó að næg matbjörg sé til í landinu til að fæða alla. Þegar menn sultu hér og dóu úr hungri á ísárum, þá var það ekki af því að framleiðslan væri of lítill eða matbjörg eigi til í landinu. Efnamenn hafa aldrei liðið hér skort á þessu landi enn í dag, sízt fyrir hafís. Margt annað þjáði þjóðina og viðskíftlíf hennar þá, t. d. einokunarverzlun; og aðflutningaskortur var hér oft, þótt ekki stafaði af hafís. En á þeim tímum var fátækralöggjöfinni hér á landi svo farið, að ekki rann til fátækra annað en fátækratíundin; þeir sem ekki gátu bjargast við það, urðu að fara á verðgang, og, ef til kom, deyja drottni sínum. Þá voru hér engin aukaútsvör til, engin eiginleg fátækralöggjöf; þjóðfélagið viðurkendi ekki í þá daga, að sér bæri nein skylda til að annast líf þeirra sem ekki gátu sjálfir séð sér borgið. Nú er þetta alt breytt. Nú þarf enginn að deyja úr bjargarleysi hér í landi. Nú kemur slíkt ekki fyrir. Eg held því, að það sé óþarfi að krúnka svona hátt, því að manndauði af hallæri getur hér ekki komið af yfirvöldum. Eg býst ekki við járnbrautarlagning norður í land á næstu fyrirsjáanlegri framtíð.

Annars tók eg aðallega til máls til þess að lýsa gleði minni yfir því, að þetta mál um járnbraut er komið hér inn á þingið, því að eg er sannfærður um, að þetta er það mesta framtíðarmál, sem hér hefir verið rætt á síðustu árum. Það er prófsteinninn fyrir trú manna á framtið landsins. Ekki trú á beina vöxtu af framlögðu fé, heldur margfalt meiri vöxtu á annan hátt.

Eg skal geta þess, að mér virðist þetta frumv., sem hér liggur fyrir, illa samið. Mér finst það t. d. bera vott um ótrú á framtíð landsins, að ætla, að auk vaxta af stofnfénu þurfi að tryggja reksrar og viðhalds-kostnað í 75 ár. Það sýnir, að menn halda, að fyrirtækið verði ómagi um svo langan tíma. Það finst mér óþarfi. Þótt fyrirtækið verði ekki arðsamt í fyrstu, þá er eg þess fullviss, að ekki þurfa mjög margir áratugir að líða áður en brautin fer að borga rekstrarkostnað og viðhaldskostnað, ef hún er skynsamlega lögð og rekin. Komi verðhækkunargjaldið á jörðum á brautarsvæðinu brautinni til góða að nokkru talsverðu leyti, þá held eg, að við þurfum ekki að kvíða þunganum og svona löng trygging sé óþröf. Eg held jafn vel, að ef eg fengi t. d. 6–8 vikna tíma til þess, gæti eg útvegað nægilegt fé í fyrirtækið, jafnvel þótt landssjóður ábyrgðist það ekki nema í 20 ár. Ef menn vilja málinu vel, þá verða menn að synda milli skers og báru. — Búa tillög landssjóðs svo úr garði, að nýtileg tilboð geti fengist, en forðast að gera tryggingartímann svo langan, að það geti dregið úr áhuga manna til að halda sparlega á. Það er nóg til af mönnum, sem vildu taka að sér fyrirtækið, þótt þeim Væri ekki trygt annað en 51/2% af peningum sínum í 75 ár. Það eru margir menn, sem kaupa verðbréf, sem gefa af sé,r mikið lægri vöxtu. Það er áríðandi að draga ekki úr hvöt manna til að halda sparlega á. Menn geta annars hugsað sem svo: Okkur er sama, hvernig við höldum á peningunum, landssjóður ábyrgist. Það er nógu ríkur reiðarinn. Því styttri sem tíminn er, því meiri hvöt er fyrir menn að byrja sparlega og reka fyrirtækið sparlega.

Eg býst nú við, að skammsýnin og hreppapólítikin sé ef til vili svo mikil hér í þinginu, að menn vilji ekki leggja fram fé, sem einstök héruð fá fyrstan og beztan arðinn af. Þeir gæta ekki að því, að hér er um landsmál að ræða. Þess vegna hefi eg litla trú á því, að málið fái framgang á þessu þingi. En þó svo verði ekki, þá veit eg, að það deyr ekki út aftur úr þessu; eg veit, að úr þessu verður það á dagskrá næstu þinga og sérhvers þings, unz það nær fram að ganga; það mun ryðja sér meir og meir til rúms. Það hefir verið gert mikið úr stofnun innlends gufuskipafélags og Sú góða hugsun hefir hrifið hugi margra. En hvað er það í samanburði við þetta mál? Meðan við höfum eitthvað til að flytja frá oss og að oss, þá verður ekki hörgull á að koma því til útlanda eða hingað frá útlöndum. Það er að því er til innanlands samgangnanna kemur, að skórnir kreppa. Eg er því hlyntur að landið leggi til þessa máls það sem þörf er á, en það verður að athugast vandlega og hygg eg, að ekki veiti af 7 manna nefnd til þess að íhuga málið. Eg tel það vel farið, ef meðferð þessa máls verður svo, að það geti orðið afgreitt á næsta þingi. Það væri líka óvenjulegt byrleiði, ef þvílíkt stórmál — ekki betur undirbúið en það er — næði fram að ganga á sama þingi og það er fyrsta skifti borið upp.

En áður en eg lýk máli mínu, vildi eg mælast til þess við hæstv. forseta, hvort hann gæti ekki útvegað mér leyfi til þess að greiða atkvæði á þann hátt, að rétta upp hendina, því að eg á ilt með að standa upp og setjast niður, vegna þess að eg er þjáður af gigt í bakinu.