31.07.1913
Neðri deild: 23. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 626 í C-deild Alþingistíðinda. (429)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Kristján Jónsson:

Eg vildi segja örfá orð um mál þetta, sérstaklega með tilliti til þess, að talað hefir verið um, að yfirdómurinn hafi fundið gat á bannlögunum, og að nú eigi með þessu frv. að setja undir þann leka. Það er eigi rétt, að hér sé um gat á bannlögunum að ræða. Hér að lútandi ákvæði er í 5. gr. þeirra, og leggur það alla ábyrgð á skipstjórann. Þar segir svo: »Skipstjóri er sekur við lög þessi, ef hann brýtur það er nú Var mælt«; það er að segja, ef hann selur eða leyfir að selt sé af skipsforða (©skipsins). Bannlögin hafa ákveðið brotið og lagt refsing við því. Það verður því eigi sagt, að það sé glompa eða gat á bannlögunum. Hitt er annað mál, að oft mun verða erfitt að ná í skipstjórana, ef þeir brjóta áminst ákvæði, eða þegar það kann að verða brotið. Fyrir því er það ákveðið í þessu frumvarpi, að sá sé einnig sekur, sem tekur á móti víninu, eða þiggur það og flytur það í land. Þessu ákvæði get eg verið samþykkúr vegna þessa, að það mun jafnaðarlega vera hægra að ná til mannsins, sem vínföngin tekur úti í skipi og fer með þau í land, heldur en skipstjórana. Þó að það fyrir því sé eigi rétt að orði komist, er sagt hefir verið hér í deildinni, að yfirdómurinn hafi fundið »gat« á aðflutningabannslögunum, þá tel eg það þó rétt, að bæta þau og auka í þessu atriði, eina og frumvarpið miðar að.

Stefán Stefánsson stakk upp á því, að málið væri sett í 5 manna nefnd.