31.07.1913
Neðri deild: 23. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 631 í C-deild Alþingistíðinda. (434)

84. mál, stimpilgjald

Ráðherrann (H. H.):

Það skiftir afarmiklu, að burt voru tekin efri takmörkin á þinglýsingargjaldinu, nú er hærri upphæðir tíðkast í viðskiftalífinu en áður. Einkum kveður mikið að þessu ef þinglýsa þarf skjölum í fleiri en einu lögsagnarumdæmi, eða í fleiri þinghám,

því eftir inum nýju lögum kemur fult gjald í hverju lögsagnarumdæmi og hálft í hverri þinghá. Eg veit dæmi til þess, að maður hefir orðið að láta þinglýsa samningi um hátt reikningslán til botnvörpungskaupa í 2 lögsagnarumdæmum og 3–4 hreppum, af því að veðsettar voru ýmsar eignin, sem lágu eigi á sama stað allar. Þetta varð mörg hundruð króna kostnaður fyrir manninn. Og ef þetta háa stimpilgjald svo hefði átt að bætast við, þá hefði kostnaðurinn orðið alveg óhæfilegur. En það er fleira en þinglýsingargjöldin, sem menn verða of hart úti með, ef þetta verður samþykt, og eg tel nauðsynlegt að athuga málið vandlega, áður en það er gert að lögum.