01.08.1913
Neðri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 645 í C-deild Alþingistíðinda. (446)

76. mál, landssjóðsábyrgð á sparifé og innlánsfé Landsbankans

Framsögum. (Björn Kristjánsson):

Eg hefi ekki fyrir nefndarinnar hönd ástæðu til að ræða um þetta mál, en út af athugasemdum, sem komið hafa frá háttv. þm. S.-Þing. (P. J.), vildi eg gefa hér skýrslu. Hann sagði við 2. umr. málsins, að starfskostnaðurinn við bankann væri óhæfilega mikill, þar sem störfin við hann hefðu ekki aukist. Eg svaraði þessu þá þegar, en af því að eg hafði engin skjöl við hendina, vildi eg gefa ítarlegri upplýsingar við 3 umræðu.

Innheimta við Landsbankann, sem kreist mikilla atarfskrafta, hefir aukist töluvert þessi síðustu ár.

Árið 1908 var innheimtufé 104,981 kr, árið 1909 kr. 82,897, árið 1910 kr. 176,226, árið 1911 kr. 266,5 í 1 og árið 1912 kr. 510,658.

Innheimtan hefir því fimmfaldast frá árinu 1908, og eins og eg tók fram áðan, krefst hún mikilla starfskrafta. Enn fremur vil eg geta þess, að sparisjóðsfé og Viðtökuskírteini voru árið 1908 2;744,870 kr., en 1912 2,831,016 kr. Þá var og árið 1909 bætt við veltuféð 2 millíónum króna með láni, sem auðvitað var lánað út, og dróg meiri starfskrafta með sér.

Umsetning bankans var árið 1908 26,780,000 krónur, en árið 1912 37,030, 000 krónur. Það munar æði miklu. Kostnaðurinn var, eina og eg tók fram um daginn, árið. 1909 kr. 49,996. Við það bætast laun bankastjóra og eftirlaun fyrverandi bankastjóra, sem til samans eru 10 þús. kr. Árið 1910 er kostnaðurinn töluvert hærri, enda var þá bankahúsið innréttað fyrir veðdeildina, sem við var bætt, kr. 8,645, sem eigi verður talið rekstrarkostnaðar, þó talið sé þar með. Auk þess var mikil aukavinna þetta ár, af ástæðum sem eg eigi vil gera að umtalsefni.

Á reikningnum 1911 er kostnaðurinn kr. 65,443. Liggur það meðal annars í kostnaði út af bankavaxtabréfum. Ekkju bókarans var veitt dálítil upphæð, þannig að hún var látin halda launum manns sins til ársloka, þótt hann dæi í September.

Árið 1912 var kostnaðurinn ekki nema 61,794 krónur. Hann hefir því lækkað, þrátt fyrir að velta bankans er langt um meiri það árið. Hún er kr. 37,030, 000 í stað kr. 28,946,000 árið áður.

Getur maður því sagt, að kostnaðurinn sé einu og hálfu þúsundi minni en árið 1909, þó atarfið hafi aukist svona mikið.

Loks vil eg geta þess, að veðdeildin Var 1908 kr. 4,677,400 en 1912 kr. 6,596,800. Hefir því aukist um hér um bil 2 milíónir króna og skapar það bankanum ákaflega mikla vinnu.

Ennfremur vil eg minna á, að það bar aldrei venja að hafa bankann opinn á e eftirmiðdögum. Upp á því var tekið 1910 og eykur það starfið töluvert. Það er að segja atarfamönnunum verður minna úr störfum sínum, og vinnutíminn verður að vera lengri. Nú er skyldustarfstími Landabankans 8 klst. hvern virkan dag, en Íslandabanki ekki nema 51/4–51/2 klst.

Út af því, sem um umboðsm. ráðh. (Kl. J.) sagði um daginn um hag Landsbankans gagnvart Landmandsbanken í Kaupmannahöfn, ætla ég að gefa skýrslu um hann fyrir árið 1912.

Í blöðunum 1911 var Landsbankanum álasað mjög fyrir að eiga inni fé hjá Landmandsbanken. Inneignin stafar einkum af því, að veðdeildarafborganir greiðast í Október, Nóvember og Desember, en 2. Janúar eiga að innleysast öll útdregin bréf, sem liggja mest erlendis, og hálfs árs vextir af öllum Veðdeildarlánum allra deildanna, og 2 milíóna kr. láninu. Menn sjá líka af skýrslu, sem hér fer á eftir, að inneignin hjá Landmandsbanken hefir lækkað nálega um helming í Janúarmánuði:

Landmandsbanken.

Debet. Kredit

1912 .. Landsbankinn. Útbúin. Kr. au Kr. au

Janúar 1. til góða kr. 558,308,02 0+ 262,703,09 821011,11

Febrúar 1. til góða 453715,06

Marz 1. skuldaði 12932,87

Apríl 1. — — 83050,38

Maí 1. — — 230655,59

júní 1. — — 366180,15

Júlí 1. — — 594814,02

Ágúst 1. — — 371419,01

Sept. 1. — — 345431,73

Okt. 1. — — 300484,34

Nóv. 1. — — 212431,20

Des. 1. til góða kr 445,579,19 + 248,814,58 694,393,77

En þrátt fyrir að bankinn á til góða,er honum ómögulegt að lána það fé út, heldur verður hann að láta það á vöxtu erlendis um tíma.