05.07.1913
Neðri deild: 4. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 46 í C-deild Alþingistíðinda. (45)

13. mál, vörutollur

Lárus H. Bjarnason:

Mér Var það mikið gleðiefni að sjá þetta frv. og jafnmikið gleðiefni að heyra ræðu hæstv. ráðherra (H H.) og háttv. 1. þm. G.-g. (B. gr.). Nú kannast bæði háttv. þm. og hæstv. ráðherra við það, að lögin komi óréttlátlega niður á ýmsar Vörutegundir. Nú vilja þeir lækka gjaldið á ýmsum nauðsynjavörum, vilja nú einmitt það sem eg hélt fram á síðasta þingi, á móti þessum tveimur voldugu herrum. Mér er því mikil gleði að því að styðja frumvarpið.

Annars vildi eg skjóta því til háttv. nefndar, hvort ekki væri rétt að fara enn lengra Þetta eru bráðabirgðalög hvort Sem er. Væri ekki réttast að flytja þau strax úr tölu lifandi laga í tölu lifandi. Eða að minsta kosti að búa svo undir, að við gætum losnað við þau um árslokin 1915!