01.08.1913
Neðri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 649 í C-deild Alþingistíðinda. (453)

82. mál, sala hjáleigunnar Mosfellsbringna í Mosfellssveit

Ráðherrann (H. H.):

Hv. 1. þm. (G.-K. (B. Kr.) gat þess, að þessi bóndi ætti jafnréttiskröfu til þess að fá jörðina keypta eins og leiguliðar á þeim jörðum, sem falla undir þjóðjarðasölulögin og lögin um sölu kirkjujarða, eigi heimting á að fá ábýli sín keypt. Þetta er ekki svo, lögin um þjóðjarðasölu og sölu kirkjujarða eru engin skipun til stjórnarinnar, heldur eru þau heimildarlög með föstum takmörkunum. Í hverju einstöku tilfelli þarf að dæma um það, hvort rétt sé að selja jörð eða ekki; það hefir stjórnin gert, og henni finst ekki viturlegt að selja þessa jörð. Ef nú þingið samþykkir þetta frumv., þá væri það sama sem að skipa stjórninni að selja jörðina.