01.08.1913
Neðri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 650 í C-deild Alþingistíðinda. (457)

82. mál, sala hjáleigunnar Mosfellsbringna í Mosfellssveit

Pétur Jónsson:

Það er áreiðanlega misskilningur á lögunum, að þau skipi stjórninni að selja þjóðjarðirnar; lögin veita einungis heimild til þess að selja. Ef þetta frumv. heimilar stjórninni einungis það, sem hún hefir heimild til að lögum, þá hefir það ekkert að þýða, að vísa frumvarpinu til nefndar, eða fleyta því lengra; nema menn vilji skipa stjórninni að selja jörðina. En skyldi vera ráðlegt að flýta sér að því einmitt þegar ráðgerð er járnbraut um þetta svæði innan skamms?