05.07.1913
Neðri deild: 4. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 49 í C-deild Alþingistíðinda. (46)

13. mál, vörutollur

Eggert Pálsson:

Eg þóttist ganga að því vísu á síðasta þingi, að menn yrðu ekki til lengdar ánægðir með þessi vörutollslög. Enda hefir það nú sýnt sig með frv. því, sem hér er um að ræða og stjórnin sjálf hefir lagt fyrir þingið. Og þó að þeim verði vonandi ekki lengra lífs auðið en til ársloka 1915, má búast við því, að svo margar sakir um breytingar á þeim komi fram á þessu þingi, að sérstaka nefnd þyrfti til þess að athuga þau. Eg ætla þó ekki að stinga upp á því að sérstök nefnd verði kosin til að athuga frumv. þetta, heldur vil eg gera það að tillögu minni, að þegar þessari 1. umr. er lokið, verði því vísað til tolllalaganefndarinnar.