04.08.1913
Neðri deild: 25. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 700 í C-deild Alþingistíðinda. (497)

7. mál, fasteignaskattur

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg skildi ekki vel orð hæstv. ráðherra, er hann í sambandi við ummæli mín fór að nefna »hrosaakaup«. Er mér óskiljanlegt, hvernig honum fór að detta slíkt í hug.

Eg var að lýsa, hvernig á því hefði staðið, að eg hefði verið meðmæltur fasteignaskattsfrumv., og orðið til að taka upp frumv. um stimpilgjald. Eg skýrði frá því, að eg vildi nota tekjuaukann, sem af þessum frumv. fengist, til þess að bæta landssjóði upp það fé, er hann legði Landsbankanum til. Eg álit nauðsynlegt fyrir Landsbankann að hann þurfi ekki að rýra veitufé sitt, og að sjálfsagt sé,. að landið forði honum frá

því. Hitt er auðvitað mál, að ef landssjóður þarf eigi tekna við, er ástæðulaust að vera að leggja þessa skatta á þjóðina. Og get eg ekki greitt atkvæði með því, fái eg ekki tryggingu fyrir að bankafrumvarpið nái að ganga fram. En ef hæstv. ráðherra er mikið um að gera, að þetta mál gangi fram og standi það á mínu atkvæði, stendur sá vegur opinn fyrir honum, að fá málið tekið út af dagskrá nú, og fá því frestað unz trygður er framgangur bankafrumvarpsins.