04.08.1913
Neðri deild: 25. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 702 í C-deild Alþingistíðinda. (500)

7. mál, fasteignaskattur

Háðherrann (H. H.):

Jafnvel þó það virðist liggja nokkuð beint við, að láta sér detta ýmislegt í hug um, af hvaða ástæðum þetta frumv. hefir verið felt, þá vil eg samt fyrir mitt leyti taka gilda þá ástæðu, sem margir háttv. þm. hafa fært fram, að málið væri ekki tímabært og að rétt væri, að þjóðinni gæfist kostur á að segja álit sitt um það, áður en það yrði gert að lögum. Eg þykist mega ráða það af ummælum nokkurra háttv. þm., að þeir séu ekki óánægðir með framkomu stjórnarinnar í þessu máli, þó þeir að svo stöddu ekki gætu greitt því atkvæði. Lýsi eg yfir því, að eftir úrslitum málsins tel eg því að eins frestað.

Eg leyfi mér svo að taka aftur næstu 6 málin á dagskránni. Frumvarp um tekjuskatt, um akattanefndir, um jarðmat, um laun hreppstjóra, um verðlag og um breyting á þeim tíma, sem manntalsþing skuli háð. Þurfa þau því ekki að koma til umr.