04.08.1913
Neðri deild: 25. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 702 í C-deild Alþingistíðinda. (502)

7. mál, fasteignaskattur

Lárus H. Bjarnason:

Út af fyrirspurn háttv. þm. Dal. (B. J.) um, hvort ekki sé leyfilegt að taka málin upp aftur, vil eg taka það fram, að það er sjálfsagður hlutur. En mér finst að næstu málin á dagskránni séu svo nátengd inu síðasta, að þau hljóti að falla með enn meiri atkvæðafjölda en það og þá ekki nema leikarskapur að taka þau upp, en í slíkum leik vil eg engan þátt eiga.