04.08.1913
Neðri deild: 25. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 708 í C-deild Alþingistíðinda. (519)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Ráðherrann (H. H.):

Eg vil að eins leyfa mér að leggja það til, að 4. gr. frumv. sé feld. Það er að vísu góð regla, að færa inn í lög viðauka og breytingar, sem á þeim eru gerðar, en þegar um litlar breytingar er að ræða á stórum lagabálki, þá getur verið óhagræði að færa breytingarnar inn. Þessi lög eru svo fræg, að eg álit ekki rétt að svifta þau sínu fæðingarári. En breytingin, sem hér er farið fram á, svo ljós, að enginn vafi er á því, að hún verður ekki misskilin.