04.08.1913
Neðri deild: 25. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 712 í C-deild Alþingistíðinda. (525)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Flutningsm. (Lárus H. Bjarnason):

Út af orðum háttv. sessunautar míns, 2. þm. S-Múl. (G. E.), að ástæða sé til þess, að nefnd verði skipuð í þetta mál af því, að hann ætli að koma fram með þingsályktunartillögu viðvíkjandi bannlögunum, þá skal eg geta þess, að mér virðist sú ástæða fremur veigalítil. komi tillagan fram og yrði hún svo löguð, að ástæða þætti til að vísa henni til nefndar, þá er hægurinn hjá að setja tillöguna í nefnd. En þetta mál, sem hér liggur fyrir, er svo ljóst og einfalt, að nefndar virðist engin þörf. Annars þykir mér ekki nema eðlilegt að hann, sem er andstæður öllum breytingum á bannlögunum, sem horfa þeim til bóta, vilji draga frumvarpið á langinn eða drepa það. Fyrir honum vakir ekki annað um bannlögin, en að þau megi Verða »jo galere jo bedre«.