05.08.1913
Neðri deild: 26. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 768 í C-deild Alþingistíðinda. (575)

96. mál, heimild fyrir veðdeild Landsbankans

Jón Magnússon:

Eg veit vel, að það hefir verið sagt um þingið, að það væri almáttugt. Að því leyti er það rétt, að þingið gæti samþykt slíkt ákvæði og hér er farið fram á. Þó er mér það til efs, að það komi ekki fullnærri stjórnarakránni, eins og t, d. að Alþingi samþykti, að þeir, sem hefðu fengið lán í bankanum með t. d. 5% skyldu hér eftir greiða 10%. Eg vona, að háttv. 1. þm. Rvk. (L. H. B.) sé mér samdóma í því, að það væri alveg rangt að leggja mönnum slíkar byrðar á herðar, þótt einhverjum dytti það í hug.