06.08.1913
Neðri deild: 27. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 788 í C-deild Alþingistíðinda. (605)

13. mál, vörutollur

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg ætla mér að greiða atkvæði með frumvarpinu eins og það nú er, nema hvað eg er með síðustu breytingartillögunni, um motturnar. Eg álít enga ástæðu til þess, að gjöra neinn greinarmun á vélasmjöri og öðrum áburði, annars hefir það oftast verið kallað vélafeiti, og hygg eg að það sé réttnefni, því að í því mun vera mikið af svínafeiti.