06.08.1913
Neðri deild: 27. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 789 í C-deild Alþingistíðinda. (607)

57. mál, girðingar

Frams.m (Sigurður Sigurðsson):

Það er engin ástæða til þess fyrir. mig, að vera langorðar um þetta mál. Hvað breyttill. landbúnaðarnefndar við frumvarpið snertir, get eg vísað til nefndarálitsins. Þó mun þykja eiga betur við að eg geri stuttlega grein fyrir helztu efnisbreytingunum, sem frumvarpið gerir á núgildandi lögum um þetta efni, og þá í sambandi við það líka fyrir till. nefndarinnar, er varða efni málsins.

Í 1. gr. frumv. er sú breyting gerð á 1. gr. laganna, að vírgirðingar séu 1 metri á hæð, eða 38 þuml. Eru flestir, sem á þetta mál hafa minst við mig, þeirrar skoðunar, að þetta sé meira en nóg.

Sumir álíta jafnvel, að eigi sé þörf á að hafa girðingar hærri en 30–32 þml. En það tel eg mjög hæpið. En eins meters háa girðingu verður að álíta nægilega hvar sem er, að minsta kosti fyrir sauðfé — Þá er og gert ráð fyrir því í breytingartillögunni við 1. gr. að strengirnir í Vírgirðingunni geti verið fjórir.

Aðalbreytingin frá núgildandi girðingalögum eru ákvæði 8.–10. gr. frv., um girðingar á landamerkjum og skylda til þess, að girða á móti. Eftir frumv. nær þetta til landamerkjagirðinga alment, nema girðinga um afrétti og víðlend beitilönd. En hér þótti meiri hluta nefndarinnar of langt farið og miðar 11. og 12. breytingartillagan á þgskj. 257 að því, að takmarka þessa girðingarskyldukvöð. Samkvæmt þessum tillögum nefndarinnar nær girðingarskyldan að eins til samanliggjandi túna og engja. Jafnvel þótt eg teldi fara bezt á því, að girðingarskyldan næði til landamerkjagirðinga alment, með þeim tamörkunum sem gert er ráð fyrir í 8. gr. og ef til vill einhverjum frekari takmörkunum, þá hefi eg þó ekki viljað eftir atvikum gera ágreining við nefndina um þetta atriði, með því líka, að hér er um nýtt lagaákvæði að ræða, sem alla reynslu vantar um. Vænti eg því að deildin fallist á breytingartillögur nefndarinnar við 8.–10. gr. frumvarpsins.

Þá er 16. breytingartillaga nefndarinnar, og er hún gerð í samræmi við 44. gr. vegalaganna. Við þessa breytingartillögu er fram komin hreytingartillaga frá háttv. 1. þm. Skagf. (Ól. Br.) á þgskj. 289, og mun nefndin fallast á hana eftir atvikum.

Nýtt er það í 12. gr. frumvarpsins og í þessari breytingartillögu, að bannað er að girða þvert yfir afréttarvegi og forna fjallavegi. Þykir nauðsynlegt að taka þetta fram, með því að dæmi eru til þess, að menn hafa ætlað sér að girða fyrir slíka vegi án þess að hafa hlið á þeim. En slíkt gæti komið sér afar-illa og er að öllu leyti ótækt.

Að öðru leyti er hér ekki um verulegar efnisbreytingar að ræða Hins vegar eru allmargar orðabreytingar, og sumar greinar frumvarpsins orðaðar um, til þess að laga málið á frumvarpinu. Eiga flestar þær breytingar rót sína að rekja til ins hagorða manns, háttv. þm. Dal. (B. J.) og kann eg honum þökk fyrir. Hins vegar mun meiri hluti nefndarinnar ekki geta fallist á, breytingartillögur háttv. Sama þm. (B J.) á þgakj. 269 og greiðir atkvæði á. móti þeim.