06.08.1913
Neðri deild: 27. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 793 í C-deild Alþingistíðinda. (609)

57. mál, girðingar

Þorleifur Jónsson:

Eg vildi með fáeinum orðum víkja að þeim breyt.till. sem fram hafa komið, sérstaklega að breyt.till. nefndarinnar á þgsk. 257. Breyt.till. við 1. gr. verð eg að álíta til bóta. Það gerir mönnum hægar fyrir að girða, að leyft er, að strengirnir þurfi ekki að vera fleiri en fjórir með dálítilli hleðslu undir vírinn. Það hefir sýnt sig, að girðing með fjórum strengjum er nokkurn veginn örugg vörn, einkum ef landið er að mestu leyti slétt, og að Það þarf ekki neina örlitla undirhleðslu til þess að gera sama gagn og 5. strengurinn.

Aðallega var það efnisbreytingin við 8. gr., sem eg vildi gera dálitlar athuga semdir við. Sú gr. frv. gerir ráð fyrir, að hægt sé að skylda menn til að girða heimahaga sína innan vissra takmarka: Breyt.till. dregur úr þessari skyldu og miðar hana eingöngu við tún og engi: Eg álit frumv. spilt með þessari breytingu. Það er ómögulegt að verjast ágangi á land sitt nema með girðingu: Alt annað er ófullnægjandi. Góð, gripheld girðing. er eina ráðið. Það er því spursmál um, hvort það ætti ekki að vera lagaskylda, að hver jarðeigandi girði búfjárhaga sína. Reyndar mætti nú búast við því á þessari girðingaöld; að samkomulag næðist oftast um landamerkjagirðingar, og menn mundu af frjálsum vilja leggja fram fé til þeirra; hver að sínum hluta. En hætt er við; að lengi verði svo, að ýmsir sjái sér hag í því, að láta gripi sína ganga í annara landi. Því er ekki hægt að verjast nema með almennum girðingum. En eftir breyt.till. losast ágangsseggirnir að miklu leyti við girðingarskylduna: Og komið getur það fyrir, að átroðningur og usli af gripum verði svo hóflaus, að nábúar þeir, er fyrir þeim usla verða, sjái sér ekki annað fært en að girða, og getur þá farið svo að þeir, er ágang syna, fái land sitt girt á einn, tvo, þrjá eða, alla vegu á kostnað þess, er þeir sýndu áganginn. Þeir geta haft upp úr krafstrinum góða girðingu og hækkað verð á jörð sinni. Og þann hlut hafa þeir tekið á þurru landi, án þess að kosta nokkru til sjálfir. Eg felli mig því ekki sem bezt við þessa breytingu. Úr því að farið er að breyta girðingalögunum, hefði aðalbreyt: átt að vera fólgin í almennri girðingarskyldu.

Þá felli eg mig ekki sem bezt við breyt.till. nefndarinnar við 12. gr. Það er þetta gamla, að sækja þurfi um leyfi til þess að girða yfir vegi og og setja þar hlið í girðinguna. Þetta ákvæði er í vegalögunum. En mér finst ekki ástæða til að bæta hér við sama ákvæðinu um fjallaslóðir og troðninga, sem sjaldan eða aldrei er farið um, og sízt að þar þurfi að hafa jafnbreið hlið og þar sem girt er yfir póstvegi. (Sigurður Sigurðsson: Það er ekki tilætlunin). Ef það er ekki meining nefndarinnar, þá er það gott og ef ekki er önnur tilætlunin en sú að ekki megi þvergirða þessar götur, þá getur það verið nauðsynlegt. Þar þurfa hliðin ekki að vera svo merkileg. Eg felli mig miklu betur við breyt.till. háttv. þm. Dal. (B. J.) á þgsk. 269 um, að ekki þurfi að sækja um neitt leyfi. Það getur oft farið svo, að þeir vafningar tefji fyrir verkinu, svo talsverðum tíma nemi, og eins getur komið fyrir að þeir menn, sem telja sér óhag að girðingunni, spilli fyrir því að leyfið fáist: Eg mun því greiða atkv. með þessari breyt till. á þgsk. 269. Aftur á móti mun eg greiða atkv. á móti breyt till. nefndarinnar við 8. gr. Sú grein er að mínu áliti betri eins og hún er í frumv. Ef til vill þyrftu takmörkin að vera dálítið þrengri, svo að girðingarakyldan gilti ekki um alt of stórt svæði, en það mætti laga til 3. umræðu.