06.08.1913
Neðri deild: 27. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 812 í C-deild Alþingistíðinda. (623)

97. mál, fátækralög

Matthías Ólafsson:

Þetta frumv. sýnist ekki stórt á pappírnum, en þó er það breyting til ins verra á réttarbót, sem samþykt var hér fyrir nokkrum árum. Eg trúi því ekki að það gangi óáreitt í gegnum þessa deild, eins og hún er skipuð bændum og öðrum sæmdarmönnum. Þetta ákvæði frumv. er nefnilega landsveitamönnum til mikillar óhægðar. Því er nú svo farið, að fólkið streymir úr sveitunum til kaupstaðanna, komast misjafnlega áfram þar, margir fara án þess að hafa minstu von um nokkra atvinnu og eru svo orðnir þurfalingar eða aumingjar eftir stuttan tíma. Þeir eru ekki svo lengi hér áður en þeir lenda á sveitinni, að þeir geti unnið sér sveitfesti hér. Og svo á eftir þessa frumvarpi að ala mennina ug fjölskyldu þeirra hér á kostnað sveitanna. Þetta þótti svo óréttlátt ákvæði og þess vegna var því breytt, til þess að létta á sveitunum. Það er líka ekki nema sanngjarnt, þar sem menn í mörgum tilfellum mundu losna við að þiggja af hreppnum, ef þeir Væru þar kyrrir og flyktust ekki til kaupataðanna, án þess að hafa nokkurt útlit til þess að geta séð sér betur farborða þar. Eg hygg því að þetta frumvarp sé óheppilegt og hefi enga trú á því, að það nái fram að ganga. Satt að segja virðist mér það ekki eiga lengra erindi inn á þingið og kysi helzt, að það yrði felt frá 2. umr.