07.08.1913
Neðri deild: 28. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 827 í C-deild Alþingistíðinda. (645)

42. mál, stofnun landhelgissjóðs Íslands

Lárus H. Bjarnason:

Mér skilst að þeir tveir háttv. nefndarmenn, sem talað hafa, hafi ekki athugað nógu vel fyrirspurn hæstv. ráðherra. Því að þótt þessu sé skotið hér fram — órökstuddu að því er mér virðist —, þá sé eg ekkert því til fyrirstöðu, að Alþingi geti á sínum tíma ákvarðað að, annaðhvort í sameinuðu þingi eða með þingsályktunartill. í báðum deildum, hvenær og hvernig skuli verja þessu fé, sem er eign landhelgisgjóðs, en ekki landsins. Eg get ekki séð, að það komi neitt í bág við rétt Hans hátignar konungsins, enda verður frumvarpið ekki að lögum nema hannleggi samþykki sitt á það.

Meira að segja álít eg að vel mætti fela stjórninni eða ráðherra að ákveða þetta, hvað þá Alþingi, svo að eg sé ekkert á móti því, að ákvæðið standi óbreytt.