07.08.1913
Neðri deild: 28. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 830 í C-deild Alþingistíðinda. (654)

26. mál, sparisjóðir

Flutn.m. (Kristinn Daníelsson):

Mér þykir vænt um að hér er fram komið þetta frumvarp til laga um sparisjóði. Þeir eru nú orðnir margir víðsvegar um land, og full þörf á því að setja reglur til þess að tryggja þá betur, og sömuleiðis til að tryggja þá sem fé eiga inni í þeim. Eg hefi ekki getað kynt mér frumvarpið vandlega, en þykist þó hafa séð, að í því séu góðar umbætur, en hins vegar líka ýmislegt, sem þyrfti að vera öðruvísi, en það heyrir undir einstakar greinar, og á því heima við 2. umr. En með því að þetta er töluvert mál, þá hygg eg að þótt það væri í nefnd í Ed., þá væri rétt að kjósa hér nefnd í það líka, og vil eg því leyfa mér að stinga upp á 5 manna nefnd í málið.