07.08.1913
Neðri deild: 28. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 833 í C-deild Alþingistíðinda. (661)

98. mál, bæjarstjórn í Hafnarfirði

Flutningsm. (Kristinn Daníelsson):

Við flutningsmenn þessa frumv. komum — fram með það eftir beiðni bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði. Orsökin til þeirrar óskar er sú, að við reynsluna hafa komið í ljós ýmsir smáannmarkar á lögunum, sem bæjarstjórninni hafa virzt óþægilegir.

Eins og kunnugt er, er Hafnarfjörður yngsta bæjarfélagið á landinu, og lög þessi jafnframt yngstu bæjarstjórnarlögin. Fyrir því er ekkert undarlegt, þó að reynalan hafi leitt sitthvað í ljós, sem betur mætti fara.

Þessi atriði, sem farið er fram á að breyta, eru misjafnlega þýðingarmikil. Skal eg ekki fara út í þau að þessu sinni. Eg vonast eftir að mér gefist tækifæri til þess síðar, ef málið verður látið ganga til nefndar, sem eg vona að verði. Sérstaklega eru það ákvæðin um útsvarsálagninguna sem menn eru óánægðir með. Nú á síðari tímum hafa komið upp nýir atvinnuvegir, Svo sem botnvörpveiðar og þar af leiðandi lifrarbræðsla og fleiri stórvagnar atvinnugreinir, Sem þó ekki næst til að leggja útsvar á.

Þá hefir gjalddaginn á bæjargjöldunum reynst óþægilegur. Þykir mönnum heppilegra að fá einn gjalddaga í stað þeirra tveggja sem nú eru. En sem sagt, þá hirði eg ekki um að fjölyrða um málið að svo stöddu. Það verður væntanlega fengið nefnd til athugunar, og get eg gjarnan stungið upp á, að því verði vísað til nefndarinnar, sem skipuð var hér í deildinni til þess að athuga sveitarstjórnarmál. Vil eg svo leyfa mér að mæla ið bezta með málinu.