07.07.1913
Neðri deild: 5. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 84 í C-deild Alþingistíðinda. (68)

15. mál, laun íslenskra embættismanna

Ráðherrann (H. H.):

Eg gat varla trúað mínum eigin eyrum, þegar eg heyrði fyrsta þingmanninn segja, að rétt vær í að skera málið niður án nefndar. Eg hefi talið það sjálfsagt, að nefnd yrði sett í málið, ekki af því að eg ætlaðist beint til þess, eða byggist við því, að það yrði gert af kurteisi við stjórnina, heldur bjóst eg við að menn Vildu taka svo mikið tillit til þeirra embættismanna, sem hér eiga hlut að máli, að þingið þó að minsta kosti taki til athugunar, hvað það er, sem þeir fara fram á, lesi umsóknarskjöl þeirra og meti röksemdir þeirra.

Eg þakka því háttv. 1. þm. S.- Múl. (J. Ól.) fyrir tillögu hans um að setja nefnd í málið. En eg býst við, að 5 menn verði ekki nóg, og vil því leyfa mér að stinga upp á 7 manna nefnd. Ekki vegna þess máls eins, heldur til þess að öðrum frumvörpum, líks eðlis, sem koma fram seinna, geti orðið vísað til sömu nefndar. Eg álít rétt að gera þessum málum jafn hátt undir höfði og skattamálunum. Ef almenningur er eins óánægður með laun embættismanna eins og látið hefir verið í veðri vaka hér í dag, myndi ekki veita, af að taka launalögin til sem rækilegastrar yfirvegunar.