08.08.1913
Neðri deild: 29. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 856 í C-deild Alþingistíðinda. (690)

43. mál, samþykktir um hringnótaveiði

Framsögum. meiri hl. (Stefán Stefánsson):

Mér virtist svo á orðum háttv. þm. Dal. (B. J.) sem hann áliti, að með þessu frumv. væri Eyfirðingum einum leyft að veiða með hringnótum, en að eins væri verið að útiloka, að menn úr öðrum héruðum mættu nota hringnætur á Eyjafirði, en sé það meining háttv. þm., þá er það inn mesti misskilningur. Þeim er jafnt bannað að veiða sem öðrum, enda held eg, að eg hafi áður tekið það fram, að jafnvel sumir þeir sem eiga þessi veiðiáhöld við Eyjafjörð eru mjög áfram um að sú veiðiaðferð verði bönnuð á firðinum, og sýnir það bezt álit almennings á málinu.