08.08.1913
Neðri deild: 29. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 858 í C-deild Alþingistíðinda. (694)

62. mál, rafveita fyrir Seyðisfjarðarkaupstað

Guðmundur Eggerz:

Þessi breyt.-till. mín, um að lögin skuli líka ná til Eskifjarðarkaupstaðar, er fram komin Vegna þess, að Eskifjörður getur naumlega talist til sjálfstjórnarkauptúna. Til kaupstaðarins telst nefnilega eitt býli, sem liggur fyrir utan kaupstaðarlóðina. Afleiðingin af því verður sú, að lög þessi geta ekki komið að neinum notum þar, þótt þau verði samþykt. En bærinn hefir fengið raflýsingu fyrir nokkru, og það hefir reynst mjög bagar legt að hafa ekki getað tekið ljósagjöldin lögtaki. Eg get ekki séð, að þessi tillaga eyðileggi frumv. að nokkru leyti, einkum þar sem tilætlunin mun vera sú, að þau verði að eina til bráðabirgða, en stjórnin leggi fyrir næsta þing svipað frumv., sem þá ætti að gilda fyrir alt landið. Eg vona því, að þessi br.till. verði samþykt.