08.08.1913
Neðri deild: 29. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 859 í C-deild Alþingistíðinda. (697)

62. mál, rafveita fyrir Seyðisfjarðarkaupstað

Framsögum. (Jón Ólafsson):

Herra forseti ! Út af orðum háttv. þm. Borgf. (Kr. J.) skal eg geta þess, að eg sé enga ástæðu til að breyta orðunum »og (eða)«; þau eru alveg rétt - geta stundum tekið yfir hvorttveggja og stundum annaðhvort.

En það, sem hæstv. ráðherra sagði, er þess eðlis, að því verður ekki breytt nema með breyt.till. Vil eg því mælast til þess við hæstv. forseta, að hann taki málið út af dagskrá að þessu sinni.