08.08.1913
Neðri deild: 29. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 861 í C-deild Alþingistíðinda. (701)

33. mál, málaflutningsmenn við landsyfirréttinn í Reykjavík

Ráðherrann (H. H.):

Eg á bágt með að trúa því, að nokkur stúdent, sem byrjað hefir á námi við lagadeild háskólans, hafi gert það í því trausti, að ná í þennan yfirréttarmálaflutningsmannstitil. Hygg, að þeir hafi fremur gert það í því skyni að komast í embætti. Svonefndir »yfirréttarmálaflutningemenn« eru orðnir svo afarmargir nú, að eg held að það væri að bera í bakkafullan lækinn, ef við ættum að fá fjögurra ára framleiðslu í viðbót, takmarkalaust. Eg get því ekkert séð á móti því, að lög þessi öðlist gildi þegar í stað. Hér er ekki um hagsmuni einnar stéttar að ræða, heldur hitt, að sjá um að frekari trygging fáist fyrir því, að mennirnir séu hæfir til þess starfa, sem þeir takast á hendur.