08.08.1913
Neðri deild: 29. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 862 í C-deild Alþingistíðinda. (703)

33. mál, málaflutningsmenn við landsyfirréttinn í Reykjavík

Ráðherrann (H. H.):

Eg lít svo á, að eftir núgildandi lögum hafi stjórnin fulla heimild til þess að veita mönnum þennan titil. En verði þessi breytingartillaga samþykt, þá er loku fyrir það skotið að landstjórnin geti sett nokkur takmörk fyrir því, hverjir fái þetta leyfi í næstu 4 ár.