09.08.1913
Neðri deild: 30. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 868 í C-deild Alþingistíðinda. (714)

103. mál, stækkun verslunarlóðarinnar á Eskifirði

Flutningsm. (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Þetta er líklega allraatyzta frumvarpið, sem fram hefir komið. Það er engu lengra en þetta: »Verzlunarlóð Eskifjarðarkauptúns skal að innanverðu ná inn á innri takmörk túns jarðarinnar Eskifjarðar«. Með öðrum orðum, efni frumv. er að lengja lóðina inn á við um ámóta langt svæði eins og héðan úr miðbænum og vestur á granda. Ef þetta frumv. verður samþykt, verður Eskifjörður kauptún út af fyrir sig án þess að hafa bæ með fyrir utan kaupstaðinn. Eg hefi spurt hæstv. ráðherra, hvort nokkuð væri þessu til fyrirstöðu, og sagði hann það ekki vera.

Eg hefi áður flutt sams konar frumv., t. d. í fyrra um Norðfjarðarlóðina, og eg man eftir fleiri frumv. af sama tæi, en ekki minnist eg þess, að þeim hafi nokkurn tíma verið mótmælt. Vona eg því að þetta litla frumvarp gangi fram mótmælalaust.