11.08.1913
Neðri deild: 31. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 874 í C-deild Alþingistíðinda. (719)

57. mál, girðingar

Bjarni Jónsson:

Háttv. síðasti ræðumaður fór mjúkum orðum um breytingartillögu minni hluta nefndarinnar. Vil eg nú gera ið sama um breyt.till. meiri hlutans. Síðasta lið breyt.till. á þgskj. 234, um sleðabrautirnar, er eg samþykkur. Er það aðallega 2. liðurinn á breyt till., senr eg tel athugaverðan. Er þar gengið of langt inn á rétt einstakra manna yfir eignum sínum. Vilji maður girða land sitt beinni girðingu, þá getur eigandi nábúajarðarinnar í engu hlutast til um það, þó að gengið sé inn á land hans. Heldur ráða þar einir úttektarmenn, og engan veginn er það víst, að þeir fallist á ástæður eigandans. Getur þar eigandinn haft ýmsar ástæður, sem úttektarmenn virða að vettugi. Svo er t.d. um þær ástæður, sem hafa svokallað etiskt (kendar-) gildi fyrir eigandann. Honum getur þótt vænt um einhvern blett, sem hann vill ekki að nábúi hans leggi undir sig. Það getur verið blettur, sem verið hefir leikvöllur hans í æsku eða hann vill hafa fyrir leikvöll handa handa börnum sínum. Getur verið blettur, sem sú trú fylgir, að aldrei megi slá og valdi illum afleiðingum sé útaf brugðið, og margar fleiri ástæður, sem ekki er sagt að úttektarmenn meti fullgildar.

Fyrir mönnum vakir það, að með þessu ákvæði sé þeim mönnum hjálpað, sem vilja girða land sitt beinum girðingum. En þetta er ekki rétt. Þetta ákvæði er alveg óþarft, því þetta geta hlutaðeigendur sjálfir komið sér saman um. Í 8. gr. laganna er líka gert ráð fyrir því, hvað gera skuli, náist ekki samkomulag milli eiganda. nábúajarðarinnar og þess, sem girða vill. Er því þessi líður breyt.till. með öllu óþarfur, því að í 8. gr. er heimilað girða hvað sem móteigandi segir, og er honum gert að skyldu að borga að sínum hlut. Mundi hann því auka sjálfum sér kostnað, ef hann leyfði eigi að stytta girðinguna. Þar með er trygt að hann geri það eigi að óþörfu.

Ekki er það rétt, sem sagt hefir verið, að atkvðagreiðslan hafi verið óljós við. 2. umr. þessa máls. Hún var glögg:

14 menn greiddu atkv. sitt (með nafnakalli) á móti þessu.

Við 2. umr. var spurningin sú in sama og nú, um það, hvort með lögum megi ákveða að maður sleppi yfirráðum yfir eignum sínum. Og þessir 14, sem greiddu atkv. sitt á móti þessum lið breyt.till. þá, hygg eg að muni gera það enn.

Breytingartillaga minni hluta nefndarinnar fer fram á að síðari liður 11. gr. frumvarpsins falli burt. Þar sem talað er um að hlið eigi að vera á vegi, þá er einskis leyfa þörf til þess að girða svo, ef hliðið er opið. Þá fyrst er þörf lagaákvæða, ef grind á að vera í hliðinu. Vegalögin hafa hér hlið í þeirri merkingu, að sama er orðalagið sem hér er haft í Reykjavík: að maður standi í hurðinni, í staðinn fyrir að maður atandi í dyrunum. Þessu er því rétt að breyta, þótt ekki sé það neitt veigamikið atriði. Breyt.till. okkar fer þó ekki aðallega í þessa átt, heldur þá, að menn þurfi ekki að sækja um leyfi til þess, sem er sjálfsagt.

Það hefir verið talað um, að stjórnarráðsskrifstofan væri dýr stofnun og að þar ynnu óþarflega margir menu. Ekki akal eg neitt um það tala, en fleiri starfsmönnum yrði hún þó að bæta við sig, ef hún ætti að fara að vasast í öllu þess háttar. Yrði það nægilegt efni fyrir eina skrifstofu. Væri þá ekki hægt að segja, að atarfsmenn hennar hefðu ekki nóg að gera. Þetta leyfi, sem hér er um að ræða, er alt af veitt, og hvað á þá skriffinskan að þýða?

Vil eg nú ekki ræða þetta mál frekara, heldur vík aftur að inu fyrra atriði, um atkvæðagreiðsluna við 2. umræðu. Hygg eg að þessir 14 menn hafi ekki skift skoðunum sínum síðan þá og hygg eg að þeir muni samþykkja breyt.till. á þgskj. 351, að síðari málsgrein 9. gr. verði. feld burt.