11.08.1913
Neðri deild: 31. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 879 í C-deild Alþingistíðinda. (721)

57. mál, girðingar

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg ætla mér að greiða atkvæði um þetta mál eina og við 2. umr., af því að eg hefi ekki heyrt meiri rök fyrir því enn þá, að eigi sé rétt það sem háttv. þm. Dal. (B.J.) heldur fram, sem sé, að það sé ekki annað en skriffinska að vera að heimta að sótt sé um leyfi, sem sjálfsagt verður ávalt að veita. Aftur get eg ekki verið samþykkur háttv. þm. A.-Sk. (Þ. J.) um að gera neina breyting á ákvæðum frumvarpsins um það, er beint er girt og teknir af krókar. Eg hygg bezt að halda ákvæðum frumvarpsins um það efni óbreyttum.