11.08.1913
Neðri deild: 31. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 885 í C-deild Alþingistíðinda. (726)

57. mál, girðingar

Kristinn Daníelsson:

Eg álít það athugavert, að leiða í lög 2. lið frumv. á þgskj. 284. Eg skil ekki í því, að það liggi það á að útvega mönnum lagaheimild til þess, að girða þannig að öðrum nauðugum, að það megi ekki bíða dálitið. Það er a. m. k. ekki upplýst, að neitt tjón væri að því. En einkum er eg óánægður með það, að úttektarmenn hafi þennan starfa á hendi. Þeir hafa venjulega öðrum störfum að gegna, og svo gætu þeir þá líka átt á sitt gagn að lita. Eg hygg að til þessa ætti að nefna aðra menn, og verð að halda því föstu, að úttektarmenn séu alls ekki trygging fyrir því, að menn nái rétti sínum.