11.08.1913
Neðri deild: 31. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 890 í C-deild Alþingistíðinda. (731)

62. mál, rafveita fyrir Seyðisfjarðarkaupstað

Framögum. (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Þetta mál var tekið út af dagskrá síðast til þess að koma að lagfæringu, sem nú er fram komin á þgskj. 329.

Fyrri breyt.till. er eftir bendingu hv. þm. Borgf. (Kr. J.), en in síðari var gerð í samráði við hæstv. ráðherra. Breyt till. á þgskj. 303 mun verða tekin aftur, svo að hún kemur víst ekki til atkvæða. Eg finn því ekki ástæðu til að tala meira. um frv.ið að þessu sinni.