11.08.1913
Neðri deild: 31. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 891 í C-deild Alþingistíðinda. (735)

21. mál, íslenskur sérfáni

Framsögum. meiri hl (Lárus H. Bjarnason):

Eg finn ekki ástæðu til að eyða mörgum orðum í framsögu þessa máls, fyrst og fremst fyrir þá sök, að þær breytingar á frumvarpinu, sem meiri hluti nefndarinnar hefir komið sér saman um, eru ekki efnisbreytingar. Fyrri breytingartillagan er sú, að orðið »sér« falli framan af orðinu »sérfáni« í fyrirsögninni. Þegar þetta er borið saman við meginmál frumvarpsins, er augIjóst, að þetta er ekki annað en orðabreyting. Það þykir óþarfi að segja það oftar en einu sinni í frumvarpinu að hér sé að eina stofnað til landsfána, enda liggur jafnvel í orðunum: »Hér á landi« einum út af fyrir sig, nægileg skilgreining á því, að átt er að eins við lands eða heima-fána. Að kalla fánann landsfána í stað sérfána hefir orðið að samkomulagi með meiri hlutanum. Hann býst við, að það orð verði aðgengilegra fyrir þá sem frumvarpinu eru hlyntir, en eru fyrir utan nefndina.

Hin breytingartillagan, að ákveða verð fánans, getur ekki talist efnisbreyting, því að fyrir okkur vakti, að hvenær sem fáninn fengist, yrði það þessi gerð, sem kæmi til greina, og önnur ekki.

Eg finn ekki ástæðu til að tala um tillögur minni hlutans að svo stöddu, sérstaklega fyrir það, að mönnum eru þær kunnar frá 1. umræðu. Frá okkar sjónarmiði er óþarft að lögleiða íslenzkan siglingarfána, enda óframkvæmanlegt og jafnvel ekki æskilegt, meðan við erum ekki færir um að verja fánann.

Eg vona að háttv. deild taki frumvarpinu vel, eins og það er nú orðið, og samþykki það til 3. umr: