11.08.1913
Neðri deild: 31. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 925 í C-deild Alþingistíðinda. (747)

21. mál, íslenskur sérfáni

Framsögum. meiri hl. (L. H. Bjarnason):

Eg þarf ekki að stæla við háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.) um það, hvort viðurkenningu annara þjóða þurfi til að lögleiða siglingafána. Þess vil eg að eins geta, að viðurkenning getur átt sér stað með tvennu móti, beint og óbeint. Hvorttveggja er jafngóð viðurkenning.

Háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.) bjóst við, að það gætu orðið endurteknir þeir atburðir, sem gerðust hér 12. Júní. Og það er rétt. En einmitt þess vegna ætti háttv. þm. að fylgja frumv., enda það fram komið slíku til fyrirbyggingar.

Gagnvart háttv. þm. Dal. (B. J.), sem kannaðist heldur ekki Við það, að frumvarpið veitti oss uppreiat fyrir 12. Júní, vildi eg mega spyrja hann, hvort eg veitti honum ekki uppreist, ef hann félli á götu og eg reisti hann upp og negldi eða límdi hann fastan á götuna. En líkt gerði fánafrumvarp vort, yrði það að lögum. Það lögfesti fánann á stöngum vorum. Kæmi nú samt sem áður eitthvað líkt fyrir sem 12. Júní, þá væri það ekki lögunum að kenna, ef það væri látið óátalið, heldur framkvæmdarvaldinu, og fyrir vanrækslu þess verður ekki girt með lagasetningu.

Þá kallaði háttv. þm. N: Ísf. (Sk. Th.) það nýmæli, að nota mætti fánann í landhelgi, en það er ekki rétt. Eg sagði það við 1. umr., að nota mundi mega fánann í landhelgi. Loks sagði hann, að landsfáninn myndi fresta því, að við fengjum siglingafána, en það gæti því að eins orðið, að þjóðinni yrði fullnægt með landafánanum, og — þá væri sú frestun réttmæt.

Eg þakka hæstv. ráðherra fyrir það, að hann hefir heitið að: leggja fram á lestrarsal bréf sitt og svar forsætisráðherrana. Eg býst við að menn finni eins mikið nýjabragð af bréfi forsætisráðherrans eins og af því sem hæstv. ráðherra hafði upp úr bréfinu. Þá sést og hvað ráðherra hefir lagt til málsins.

Hæstv. ráðherra sagði, að það feldist í nefndaráliti meiri hlutans viðurkenning fyrir því, að ekki væri hægt að verja bláhvíta fánann slíkt má vel segja, enda frumv. fram komið til að taka af öll tvímæli um það. En ekki þarf nein slík viðurkenning í því að liggja. Það hefði mátt fá dómsúrskurð um réttmæti fánatökunnar, enda stakk eg upp á því við bæjarfógeta samstundis, að höfða mál gegn Einari Péturssyni fyrir að hafa ekki »löglegt« flagg á bátnum sínum. (Ráðherrann: Hann þurfti alla ekki að flagga) Það var ekki gert, og því var frumvarpsleiðin valin. Eitthvað varð að gera. Það mátti ekki líða upptökuna mótmælalaust.