11.08.1913
Neðri deild: 31. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 926 í C-deild Alþingistíðinda. (748)

21. mál, íslenskur sérfáni

Bjarni Jónsson:

Þó að eg sé nú »dauður«, þá hefi eg samkvæmt þingsköpunum leyfi til að bera af mér ámæli.

Hæstv. ráðherra sagði, að hann hefði sent lögregluatjórunum skipunarbréf sitt um að varðveita danska fánann, — sem hann kallaði hinn löglega ríkisfána, vegna tillögu, sem eg hefði borið upp á fundi hér í sumar. Tillaga mín var að eins sú, að hvetja menn til að nota íslenzka fánann. Það er þess vegna alveg rangt hjá honum, að eg hafi borið fram tillögu um að menn skyldu hrekja hinn löglega ríkisfána. Eg gerði þvert á móti ráðatafanir til þess, að þeir menn, sem þá voru reiðir, hefðu ekki í frammi nein spellvirki og létu þannig ofbeldi koma móti ofbeldi. Það var því óþarfi fyrir hæstv. ráðherra að vera þess vegna að senda skipun til lögreglustjóranna um að vernda danska fánann.

Þeir myndu hafa gert það alveg jafnt fyrir því, þótt þeir hefðu ekki fengið neitt bréf.