11.08.1913
Neðri deild: 31. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 941 í C-deild Alþingistíðinda. (766)

81. mál, bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykjavík

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg þekki að eina þrenns konar fyrirkomulag á borgarstjórakosningu. Eitt er það, sem hér hefir verið haft, og mun það vera danskt, eina og fleira gott(!) hjá oss. Annað fyrirkomulag tíðkast í Noregi; þar skipar konungur borgarstjórann. Þriðja fyrirkomulagið er tíðkað með enskumælandi þjóðum, að borgararnir kjósi borgarstjórann sjálfir, eins og hér er farið fram á. Eg hefi ekki getað séð betur, en að það fyrirkomulag gefist vel. Tilgangurinn með því er sá, að gera borgarstjórann óháðan bæjarstjórninni, svo að hann þurfi ekki að fara móti vilja sínum og samvizku, til þess að tryggja sér kosningu aftur. Í núgildandi lögum frá 22. Nóv. 1907 stendur:

Virðist borgarstjóra að ákvörðun bæjarstjórnar gangi út fyrir vald bæjarstjórnarinnar, eða að hún sé gagnstæð lögum eða skaðleg fyrir kaupstaðinn, eða miði til þess að færast undan skyldum, þeim er á kaupataðnum hvíla, má hann fella ályktunina úr gildi að sinni með því að rita atkvæði sitt í gerðabókina. Hvað verður nú úr þessu valdi borgaratjórans, ef hann gengur alt af með grautinn í skónum út af því hvort hann verði endurkosinn? Með þessu er hann gerður alt of háður bæjarstjórninni.

Eg skal játa, að eg hefði óskað frekari breytinga, en frumvarpið fer fram á. Eg hefði viljað, að þessum aðal tilgangi, að gera borgarstjórann óháðan bæjarstjórninni, væri gert enn hærra undir höfði, líkt og á sér atað með enskumælandi þjóðum. Þar hefir borgarstjórinn, sem kosinn er af borgurunum, vald til að synja staðfestinaar ályktunum bæjarstjórnarinnar, en að eins um stundarsakir. Ef bæjarstjórnin endurtekur ályktunina með 2/3 eða 3/4. atkv., þá öðlast hún fult gildi. Þetta gerir það að verkum, að borgaratjórinn verður þá fyrst verulega óháður bæjarstjórninni, og hefir þá um leið betra brjóst gagnvart bæjarbúum, og er ekki hætt við öðru, en að þeir líti á það og endurkjósi hann, hvort sem bæjarstjórninni líkar betur eða ver, ef þeim líkar framkoma hans. Með þessu móti nær frumhugsunin sér fyrst niðri. Mér finst það liggja í augum uppi, að þá verður borgarstjórinn tápmeiri, og fylgir sannfæringu sinni betur að því sem kjósendunum er fyrir beztu, er hann á ekkert undir bæjarstjórninni um endurkosningu sína. Eg vona að frumvarpið fái góðar undirtektir. Eg óska, að til 3. umr. verði bætt við frestandi neitunarvaldi borgarstjórans. Þá yrði hann í líkri stöðu gagnvart bæjarstjórninni eins og stjórnin er gagnvart þingi, og yrði þá þetta fyrirkomulag í meira samræmi við annað stjórnarfyrirkomulag í þjóðfélaginu. Eiginlega yrði það alveg samræmt því, er konungur hefir að eins frestandi neitunarvald.