12.08.1913
Neðri deild: 32. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 952 í C-deild Alþingistíðinda. (772)

42. mál, stofnun landhelgissjóðs Íslands

Framsögum. (Matthías Ólafsson):

Þetta mál fékk svo góðan byr hér við 1. umr. málsina, að eg efast ekki um að það verði samþykt hér. Að eins var gerð við það ein athugasemd af ráðherra. Þá athugasemd hefir nefndin tekið til greina. Oss var það ljóst, að ekki gæti líðið langur tími þangað til vér Íslendingar þyrftum að auka land helgisgæzluna að miklum mun, og teljum því hyggilegt að þegar sé byrjað að safna fé til þess, enda mundi það flýta fyrir framkvæmdum þessa, ef þó nokkuð fé safnaðist í stað þess að þurfa að leggja í einu fram úr landasjóði stórfé auk árlegs kostnaðar.