12.08.1913
Neðri deild: 32. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 953 í C-deild Alþingistíðinda. (773)

42. mál, stofnun landhelgissjóðs Íslands

Kristinn Daníelsson:

Breytingartillagan, sem stendur á þingakjali 345, kemur frá nefndinni. Eg var reyndar einn af nefndarmönnum, en gat þess þá, að eg væri ekki samþykkur henni um þessa breytingu. Mér fanst hún svo lítilvæg að ekki væri það næg ástæða til þess að vera að flækja þessu frv. milli deildanna. Mönnum þykir sem þetta gangi of nærri konungi, að ákveða að Alþingi ráði þessu, þar sem það, sé að eins annar þáttur löggjafarvaldsins. En það virðist ekki þurfa að taka fram, að engin lög Alþingis hafa gildi nema konungur samþykki.

Einnig gæti Alþingi með þingsályktunartillögu látið sjóðinn taka til starfa. Eg held því að hér sé ekkert að óttast og samþykkja megi frumvarpið óbreytt.